Jafnvel hin smæstu og einföldustu smáatriði geta gert gæfumuninn þegar þeim er blandað saman. Anna reyndi þetta nýlega á eigin skinni þegar hún var að skreyta einfalda köku fyrir sunnudagsheimsókn. Sykurmassi er skemmtilegur og fjölhæfur efniviður og getur brugðið sér í allra kvikinda líki eftir lit og lögun. Með útstungumótum systranna og sykurmassa útbjó Anna fínar litríkar fígúrur og rósir í nokkrum stærðum. Þú getur líka látið kökurnar glitra með ætilegu glitri systranna sem kemur í flöskum sem auðvelda sáldrið. Blandaðu saman þeim lítum og formum sem þú kýst og útkoman verður dásamleg og einstök kaka, segir Anna
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.