Svona skreytir þú setjarahillu með skemmtilegum límmiðum 07. June 2020

Create beautiful marble effects on paper

Setjarahilla er heimilisprýði sem setur notalegan blæ á barnaherbergið. Með límmiðum systranna er leikur einn að skreyta þær með smágerðum myndum sem erfiðara væri að ná fram með málningu og pensli. „Stundum þráir hugurinn eitthvað sem höndin á erfitt með að framkvæma,“ segir Anna og brosir. Í setjarahilluna má svo gjarnan stilla upp litlum fjársjóðum og uppgötvunum. Þegar hún hefur verið skreytt á persónulegan hátt í heillandi litum þjónar hillan bæði praktískum og fagurfræðilegum tilgangi. „Svo er þetta huggulegt og skapandi verkefni,“ segir Anna. Hún vill benda á að límmiðana má líma á nánast hvaða slétta yfirborð sem er, hvort sem það er pappír, gler eða steypa. „Prófaðu þig áfram!,“ segir hún í hvetjandi tón.

Efnis- og áhaldalisti

Setjarahilla Önnu og Clöru
Akrýlmálning
Límmiðar
Umbrjótur eða álíka verkfæri sem gerir þér kleift að lagfæra límmiðann
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
Aftur á toppinn