Hliðarborð
Stál. 37 x 49 cm.

Stykkjaverð
2.789 kr

Óendanlegir möguleikar

Á kyrrum kvöldum njóta Anna og Clara þess að slaka á í hægindastólunum sínum. Meðan Anna útbýr yndislegan tebolla dregur Clara fram værðarvoðir og það sem systurnar eru með á prjónunum þá stundina. Dásamlegt lítið borð er staðsett við hlið hægindastóla systranna til hægðarauka til að koma fyrir bollanum eða leggja frá sér prjónana. Lítil skál fyllt með heimabökuðum smákökum Önnu og Clöru er gjarnan höfð með á yndislegu borðinu. "Enn undursamlegt bragð" segir Clara áður en hún fær sér annan bita af bragðgóðri kökunni. Systurnar eiga nokkur svona borð staðsett hér og þar í húsinu. "Borðið er af yndislegri stærð og litirnir eru töfrandi" bendir Anna á. Eitt borð er á svefnherbergisganginum og á því er fallegt blóm, annað er í vinnustofu Önnu svo hún geti alltaf haft tebolla við höndina meðan hún málar. Gefðu ímynundaraflinu lausan tauminn og nýttu borðið hvernig sem þig lystir. Borðið er 37 cm í þvermál og 49 cm hátt.

Side Table - Steel. 37 x 49 cm.
Side Table - Steel. 37 x 49 cm.
Side Table - Steel. 37 x 49 cm.
Mál
Eiginleikar
Stykkjaverð
2.789 kr