Te - Rósagarður
Laust te/járn/tin. 70 g.

Stykkjaverð
960 kr

50 ár af tetíma

Afmæliste Önnu og Clöru, sem kennt er við rósagarð, inniheldur 87% grænt te, 5% rósablöð, 5% náttúrulegt granateplabragð og 3% granatepli. Það kemur í yndislegri tekrús og vegur 70 g.

Anna og Clara hafa frá blautu barnsbeini verið vitlausar í te. Margur tebollinn hefur orðið vitni að að ótalmörgum ævintýrum systranna og 'hygge'-augnablikum: Rólegu stundirnar í sófanum, hljúfrandi sig við bóklestur eða prjónaverkefni, með bolla sér við hlið; langar skógargöngur með hitabrúsa af tei í pokunum sínum; langferðirnar þar sem Anna og Clara hafa bragðað á kunnáttusamlega trekktu tei fjarlægra landa.

"Te hefur alltaf verið notalegur fasti í okkar lífi, ekki satt mín kæra Clara?" segir Anna brosandi meðan hún skenkir þessu ilmandi tei í tvo bolla. "Já, það hefur svo sannarlega verið ljúffengur félagi í svo mörg ár," svarar systir hennar.

Uppskriftin að þessu sérstaka tei hefur fylgt fjölskyldunni kynslóðum saman og var hugarfóstur eins af stofnendum Søstrene Grene. Nú hefur því verið deilt með heimsbyggð allri í tilefni af 50 ára afmæli Søstrene Grene.

Side Table - Steel. 37 x 49 cm.
Mál
Eiginleikar
Stykkjaverð
960 kr