Skilmálar
Afhending vöru
Við leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins fljótt og auðið er, oft samdægurs. Við gerum þó ráð fyrir því að afhendingartími geti verið 5-12 dagar, stundum lengri á álagstímum.
Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta. Pantanir eru póstlagðar næsta virka dag þegar búið er að taka þær til.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.
Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferlinu.
Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Greiðsla pantana og öryggi
Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:
Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslugátt. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.
Millifærsla. Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu þarf kaupandi að millifæra yfir á reikning Kiosk ehf og setja í tilvísun/stutta skýringu númer á pöntun. Ef Kiosk ehf hefur ekki móttekið greiðslu innan tveggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Miðað er við þann tíma sem kaupandi fær vörurnar í hendurnar. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar.
Ef skil þurfa að fara fram póstleiðis þarf að senda vörurnar til baka með þessum upplýsingum:
Kiosk ehf
Verslun Søstrene Grene
Smáralind – Hagasmára 1
201 Kópavogi
Einnig er hægt að skila vörunum í búðirnar okkar í Smáralind og Kringlunni í allt að 14 daga eftir að varan hefur borist þér. Vinsamlegast hafið reikninginn fyrir viðskiptum til taks.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fyrirvari
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.
Ábendingar og fyrirspurnir má senda á 1000@grenestore.com
Vefverslun Søstrene Grene er rekin af Kiosk ehf. kt. 581005-1050