Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna þessi útlistar hvernig við, Kiosk ehf og aðilar okkur tengdir, söfnum og meðhöndlum þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp þegar þú heimsækir vefsíðu okkar og notar þær þjónustur sem þar standa til boða.

 1. Söfnun persónuupplýsinga

Við látum þig ávallt vita áður en við geymum persónuupplýsingar þínar. Þær upplýsingar sem við geymum eru m.a. nafn þitt, tölvupóstfang, símanúmer og heimilisfang þegar þú gefur það upp.

Við geymum persónuupplýsingar þínar þegar þú notar eftirtaldar þjónustur á vefsíðu okkar:

– Þegar þú skráir þig í áskrif að Systrabréfinu

– Þegar þú pantar vörur

 1. Tölvupóstfang og áskrift að Systrabréfinu

Þegar þú hefur skáð þig í áskrift að systrabréfinu mun Søstrene Grene áskilja sér rétt til að hafa samband við þig í því skyni að fá uppfært samþykki þitt fyrir notkun samskiptaleiða, svo dæmi sé tekið. Søstrene Grene vinnur með ofangreindar persónuupplýsingar, upplýsingar af notandasíðunni þinni, upplýsingar um áhugasvið og kaup, sem og gögn um notkun þína á vefsvæðum Søstrene Grene og öðrum miðlum á netinu, í því skyni að tryggja að upplýsingar sem þér eru sendar séu við þitt hæfi. Við meðhöndlum upplýsingar um þig af virðingu og varkárni. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að enda áskrift þína að Systrabréfinu. Þú getur endað áskrif þína með því að smella á tengilinn sem er neðst í öllum tölvupóstum frá Søstrene Grene. Þú getur líka sent tölvupóst á tölvupóstfangið contact@sostrenegrene.com.

Søstrene Grene notar Salesforce hugbúnaðinn til að dreifa Systrabréfinu. Með því að skrá þig í áskrift að Systrabréfinu samþykkir þú að þær upplýsingar sem þú lætur í té séu fluttar til meðhöndlunar í Salesforce. Hér getur þú lesið meira um meðhöndlun upplýsinga í Salesforce.

 1. Notkun persónuupplýsinga, tilgangur og grunnur að gagnavinnslu

Við geymum og notum persónuupplýsingar þínar í sambandi við þær þjónustur og tilgang sem útlistað er hér fyrir neðan. Við gætum líka unnið með persónuupplýsingar  þínar ef það reynist nauðsynlegt á grunni lagalegrar skyldu okkar.

Við geymum persónuupplýsingar þínar í eftirtöldum tilgangi:

– Til að senda þér Systrabréfið í samræmi við óskir þínar
– Til að svara fyrirspurnum þínum
– Til að vinna tölfræðigreiningar

Við geymum persónuupplýsingar þínar á eftirröldum grunni:

– Þínu samþykki
– Til að svara fyrirspurnum þínum

– Til að ná lögmætum markmiðum okkar, t.d. vegna vinnslu og greiningu tölfræðigagna.

Við gætum deild persónulegum gögnum þínum með eftirtöldum aðilum:

– Öðrum aðilum innan Søstrene Grene samstæðunnar
– Samfélagmiðlum – svo sem Facebook, Youtube, Pinterest og Instagram.
– Dreifendum stafræns markaðsefnis – svo sem Salesforce
– Aðilum á svið stafrænnar tækni sem við vinum með – svo sem Falcon.io; Adform; Cloudflare Inc.; DoubleClick, Google Inc.; Google Analytics, Google Inc.; Quantcast Corporation og Siteimprove.

Þú getur lesið meira um stefnu okkar um vefkökur hér: cookie-policy

 1. Samþykki
  Þegar þú notar vefsíðu okkar og samfélagsmiðla notum við stundum og meðhöndlum persónugögn þín að fengnu samþykki þínu. Við vekjum athygli þína á að þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að hafa samband við okkur samkvæmt upplýsingum hér fyrir neðan.

Afturköllun samþykkis þíns hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu og notkunar gagna sem átt hefur sér stað fyrir afturköllunina.

 1. Öryggi
  Við leggjum ríka áherslu á að meðhöndla persónuleg gögn þín í samræmi við okkar ýtrustu gæða- og áreiðanleikaröfur, þar með talið notkun viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana. Við endurmetum stöðugt öryggisferla okkar í samræmi vð nýjustu tækniþróun.
 2. Réttur þinn
  Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónulegu gögnum sem við vinum með um þig.

Þú átt ennfremur rétt á að andmæla söfnun og frekari vinnslu með persónugögn þín. Einnig átt þú rétt á að krefjast leiðréttingar á persónulegum gögnum þínum og/eða biðja okkur um að takmarka vinnslu með persónuleg gögn þín.

Ef þú ferð fram á það munum við eyða þeim gögnum sem við höfum vistað um þig án tafar, nema við gætum haldið áfram að vinna með gögnin á lagalegum forsendum, t.d. vegna lagalegrar kröfu eða ef upplýsingarnar eru nauðsynlegar til að svara fyrirspurn frá þér.

Við ákveðnar aðstæður átt þú rétt á að fá afhent persónuleg gögn þín sem við höfum geymt á almennu tölvutæku formi.

Ef þú hefur samband við okkur til að leita réttar þíns biðjum við þig að láta í té nægar upplýsingar til að við getum orðið við beiðni þinni, þar með talið fullt nafn, tölvupóstfang og hvaða, ef einhverjar, þjónustur þú hefur notað eða pantað, til að við getum borið kennsl á þig og þar með orðið við beiðninni. Við munum þá verða við beiðni þinni eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan mánaaðar. Ef við getum ekki svarað innan mánaðar munum við kappkosta að láta þig vita um tafirnar.

Ef þú vilt að við leiðréttum eða eyðum persónulegum gögnum þínum, eða ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuverndarstefnu okkar, hafðu endilega samband við okkur:

Kiosk ehf

Kennitala 581005-1050

Löngubrekku 4

200 Kópavogi

Sími: +354 8230380
Tölvupóstur: contact-is@sostrenegrene.com

(Útgáfa 1.00.2020)

Aftur á toppinn