Hugmyndir að þemum
Áður en þú byrjar á skipulagningu afmælisveislunnar mælir Clara með að þú ákveðir þema. Anna og Clara njóta þess að sjá andlit barnanna uppljómast af gleði þegar verið er að undirbúa eitthvað skemmtilegt. Það eru margvísleg þemu sem hægt er að fletta inn í veisluhöldin. Gott er að velja þema sem tengist áhugasviði afmælisbarnsins.
Systurnar hafa slegið upp barnaafmælsveislum með alls konar þemum, eins og riddaraþema, kirsuberjaþema, sirkusþema og frumskógarþema. Einnig er hægt að velja þemu sem tengjast íþróttum, sjóræningjum og risaeðlum svo eitthvað sé nefnt.