Þegar kólna fer og jólin nálgast njóta systurnar þess að gera ljúffengt konfekt fyrir sína nánustu. "Konfektgerð er sígild dönsk jólahefð," segir Clara.
Leggið bökunarpappír í box sem er u.þ.b. 20 x 20 cm að stærð.
Fletjið út marsípanið í ferhyrning sem passar í formið. Fletið út döðlumaukið í ferhyrning og leggið ofan á marsípanlagið.
Bræðið núggat í vatnsbaði. Bætið við sjávarsalti, pistasíóhnetum og heslihnetum. Hellið brædda núggatinu yfir döðlulagið.
Látið konfektið taka sig í ísskáp í 10 mínútur. Meðan það kólnar er upplagt að mylja afgangin af pistasíuhnetunum.
Takið konfektið úr ísskápnum og skreytið með ætum blómum og muldum psitasíuhnetum. Setjið konfektið aftur í ísskápinn og látið vera þar í nokkrar klukkustundir. Þá verður auðveldara að skera það í bita. Geymið fullgert konfektið í ísskáp nema það klárist strax.
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.