Í 50 ár hafa Søstrene Grene kveikt stemningu við hátíðleg tækifæri, fært fegurð inn á heimili og örvað sköpunarkraft fólks á öllum aldri. Að vera þáttakandi í vegferð ykkar, þó í litlu mæli sé, hefur verið okkur sannur heiður.
Í ár fögnum við 50 ára afmæli. Hálfri öld af síbreytilegum stíl, hugmyndum og trúfestu. Samt er allt einhvern veginn alveg eins og það var í byrjun. Með rætur í danskri hönnunarhefð, innblásið af hugmyndum frá öllum heimshornum.
Kærar þakkir fyrir 50 ár af dásamlegum augnablikum.
Hvers er að vænta þegar þú heimsækir Søstrene Grene? Hér undir færum við hina dásamlegu veröld Önnu og Clöru í orð.
Heiðarleg ábyrgð
Með ábyrgri hegðun – frá því að hugmynd um vöru fæðist og þar til varan er boðin viðskiptavinum – leitast Søstrene Grene við að hafa markverð jákvæð áhrif á fólk, dýralíf og umhverfi. Þetta er ferli sem við munum stöðugt þróa og markmið okkar eru háleit.
Lestu meira um sjálfbærnistefnu okkar og ýmist framtak henni tengt.
Hin ‚hygge‘-lega upplifun
Hvort sem þú heimsækir okkur í verslanir okkar eða í vefverslunina viljum við skapa umhverfi þar sem taktur hversdagslífsins hægist um stund. Verslanir okkar eru hannaðar til að veita líkama og sál uppljómun með sígildri tónlist, skapandi vöruuppstillingu, göngum uppfullum af ‚hygge‘ og einhverju óvæntu handan við hvert horn. Það á alltaf að vera ‚hygge‘-legt að heimsækja Søstrene Grene.
Gleðin í fegurðinni
Í Søstrene Grene leggjum við áherslu á þá eðlislæga gleði sem fagurfræði hins smáa í lífinu vekur. Í verslunum okkar muntu alltaf finna fjölbreytt úrval af vörum, sem margar hverjar eru okkar eigin hönnun innblásin af norrænum uppruna okkar. Við teljum fegurðina búa í smáatriðunum og höfum því alltaf í huga mikilvægi efnis- og litavals. Það er okkar bjargfasta trú að það að vera umlukin fegurð og gæðum færi okkur gleði og ánægju í daglegu lífi.
Frábær fengur
Fábær fengur byggist á samspili fagurfræði og verðs. Vörur okkar kosta aldrei meira en þarf. Með hnitmiðaðri og ábyrgri innkaupastefnu og með því að forðast óþarfa millliliði höldu við verðlagi í skefjum.
Lesið meira um ábyrga aðfangakeðju okkar hér.
Skapandi innblástur
Við leitumst við að hvetja til skapandi iðju vegna þess að sköpunargleði gerir lífið dásamlegt. Í hverri viku deila gestgjafar okkar, Anna og Clara, með okkur nýjum DIY verkefnum og hugmyndum fyrir heimilið sem eru til þess gerðar að skapa tíma og rúm fyrir íhugun.
Sæktu innblástur frá skapandi verkefnum systrana hér.
Síbreytileg upplifun
Í hverri viku koma nýjar vörur í hillur verslana Søstrene Grene. Síbreytilegt vöruúrval okkar og vöruuppstilling tryggir nýja og spennandi upplifun í hvert sinn sem þú heimsækir verslanir okkar. Við viljum koma til móts við þínar daglegu þarfir allan ársins hring fyrir allt frá matvöru til fegrunar heimilis og iðkun myndlistar. En mundu að kaupa aðeins það sem þú raunverulega þarfnast!
Lestu meira um vöruflokka okkar hér.
‘Søstrene Grene’ er danska og merkir Grene systurnar.
‘Søstrene’ vísar til gestgjafanna okkar tveggja, systranna Önnu og Clöru, sem eru fulltrúar fyrirtækisins í öllum rituðum frásögnum. Anna er skapandi fagurkeri meðan Clara systir hennar er hagsýn og skipulögð – saman eru þær táknmynd fyrir þá fjölbreyttu upplifun sem Søstrene Grene standa ávallt fyrir.
Margir tengja orðið ‚Grene‘ íslenska orðinu ‚grænn‘ en í raun er Grene ættarnafn Grene fjölskyldunnar. Søstrene Grene er fjölskyldufyrirtæki stofnað af Grene fjölskyldunni 1973 og verslunarkeðjan er enn í dag í eigu sömu fjölskyldu.
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.