Með pappa, garni og málningu má skapa skemmtilega skreyttar skepnur af ýmsu tagi. Fyrir þetta tiltekna verkefni er tilvalið að kanna skúffur og skúmaskot heimilisins og athuga hvort einhvers staðar leynist áhugaverðir smáhlutir sem hægt er að nýta til skreytingar. Mikilvægast er þó að vefja þau litríku garni. „Skemmtileg og óvenjuleg nýting á garni,“ segir Anna.
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.