Búðu til poka sem gleðja skilningarvitin 23. June 2020

Create beautiful marble effects on paper

Anna hefur útbúið fallega áferðarpoka sem bjóða upp á heilann heim af afþreyingu fyrir börn jafnt sem fullorðna. “Ímyndunaraflið á sér engin takmörk þegar áferðarpokarnir eru annars vegar,“ segir Anna. Með bútasaumsefni systranna getur þú auðveldlega útbúið þína eigin áferðarpoka. Gerðu eins og Anna og klipptu efnið í 10x10 cm. búta, eða eftir eigin höfði. Fylltu þá af hverju sem þér dettur í hug sem veita pokunum þyngd og áferð, t.d. linsubaunum eða hrísgrjónum. „Þú getur bætt við borðum svo hægt sé að kasta þeim og grípa á marga mismunandi vegu. Svo gætirðu líka haft gaman af því að framkvæma jafnvægisæfingar með þeim og reyna að halda þeim á öxlinni, höfðinu eða höndinni,“ segir Anna og brosir. Hentar ekki börnum yngri en 3 ára: Clara vill koma því áleiðis að áferðarpokarnir henta ekki börnum undir 3 ára aldri, að minnsta kosti ættu þau að vera undir eftirliti fullorðinna þegar þau leika sér með þá. „Gakktu í skugga um að vel sé gengið frá öllum endum og pokarnir séu kyrfilega lokaðir til að tryggja öryggi elsku barnanna,“ segir Clara.

Efnis- og áhaldalisti

Bútasaumsefni systranna
Þurrkaðar linsubaunir, aðrar baunir eða hrísgrjón
Borði
Tvinni
Saumnál
Skæri
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
Aftur á toppinn