Hagnýtt og snoturt
Rúllandi áhöld
Anna hefur mörg mismunandi skrifáhöld, pensla og penna á skrifborðinu sínu. Þess vegna útbjó hún þessa ritfangavefju til að hafa ritföngin á vísum stað. Í leiðinni bjó hún til eina slíka fyrir blessuð börnin svo þau geti líka haft reglu á sínum fjölmörgu áhöldum. Hún skreytti vefjuna mað punktum í glaðlegum litum.