VIRÐI SKAPANDI SAMSTARF
Á sumum af jaðarsettustu og berskjölduðustu svæðum heims starfar Plan International að langtímaverkefnum til að tryggja réttindi barna og ungs fólks og jöfn tækifæri fyrir alla óháð kyni.
Plan International leggur sérstaka áherslu á að hjálpa stúlkum og ungum konum sem eru fórnarlömb óréttlætis og mismununar. Sá stuðningur er mikilvægur þar sem:
- 12 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru leiddar í barnahjónabönd árlega
- 2 milljónir stúlkna undir 15 ára aldri verða barnshafandi á hverju ári
- 15 milljónir stúlkna á grunnskólaaldri fá aldrei tækifæri til að læra að lesa og skrifa
Lestu meira um Plan International