Sætir seglar og fígúrur á striga fyrir alla fjölskylduna 11. July 2020

Create beautiful marble effects on paper

Leysið sköpunar- og litagleði barnanna úr læðingi og fylgist með þeim blómstra. Elskulegar fígúrur á striga sem börnin geta litað og skreytt eftir eigin höfði munu vafalaust vekja hjá þeim kátínu. Þá er einnig tilvalið að leyfa þeim að lita eða mála ísskápasegla, sem svo geta prýtt ísskápinn heima eða jafnvel hjá ömmu og afa. Það má nota málningu, vatns- eða tússliti á bæði seglana og strigana, en strigafígúrurnar bjóða upp á annan spennandi möguleika fyrir lengra komna því það er hægt að sauma út í strigann. „Láttu sköpunargleðina ráða för,“ segja Anna og Clara.

Efnis- og áhaldalisti

Áprentaður strigi Önnu og Clöru
Ísskápaseglar
Akrýlmálning
Vatnslitir
Garn og saumnál
Penslar
Pennar
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
DIY_200212_marblecolour_blog01.jpg
Aftur á toppinn