Byggðu pödduhótel fyrir garðinn eða svalirnar

Anna og Clara bera virðingu fyrir margbreytileika náttúrunnar og vilja að fari vel um allar lifandi verur. Af þeirri ástæðu gerði Anna sér lítið fyrir og byggði glæsilegan dvalarstað fyrir skordýrin í garðinum.

Gerðu eins og Anna og skapaðu ævintýraheim fyrir skordýr þar sem þau geta unað sér vel, hvort sem ér í garðinum eða á svölunum. „Þetta er stórskemmtilegt verkefni sem börnin eru sérlega hrifin af og geta tekið virkan þátt í,“ segir Anna.

Skoðaðu umhverfið þitt og finndu hluti sem prýtt geta pödduhótelið, eitthvað sem gæti verið gaman fyrir gestina að kanna og skríða í. Þú getur smíðað kassann á eigin spýtur eða fundið tilbúinn viðarkassa til verksins. Að lokum er hægt að hengja afraksturinn á vegg eða leggja hann í grasið.

Fáðu fleiri hugmyndir að skapandi föndurverkefnum fyrir inniveru með börnunum hér.

Efnis- og áhaldalisti:

  • Viðarplötur
  • Naglar
  • Vírnet
  • Fyllingarefni á borð við fölnuð lauf, pappa, bambus, hey, við o.s.frv.

Aftur á toppinn