Skreyttu postulín og gler með þurrkuðum blómum

Anna og Clara njóta þess að fara í útsýnissgöngutúra og eiga notalegar stundir í garðinum. Jafnvel þó þær gangi stutta vegalengd getur göngutúr tekið heillangan tíma, því Anna stoppar oft á leiðinni til að tína falleg og litrík blóm. Þegar systurnar koma heim setur Anna blómin í blómapressuna sína. „Þurrkuð blóm bjóða upp á töfrandi fegurð sem endist og endist,“ segir Anna. Gerðu eins og Anna og notaðu blómin til að setja náttúrulegan og persónulegan svip á blómapotta, vasa, kertastjaka og aðra innanstokksmuni. Límlakkið gerir þér kleift að skreyta flestalla hluti með þurrkuðum blómum.

Aftur á toppinn