Krans er tilvalin leið til að skreyta útihurðina eða vegg fyrir jólin. Sæktu innblástur í hugmyndir Önnu og Clöru að jólakrönsum og finndu þá sem hentar þínum persónulega stíl.
Því fleiri, því betra.Það er engin ástæða til að láta einn krans nægja finnst systrunum.
Hvernig.Festið litlar grenigreinar og málmhringinn með stálvír.
Fjölbreytni.Notið mismunandi gerðir af greni í kransinn. Hver sort kemur með sitt yfirbragð og angan.
Látið jólakransinn örva skilningarvitin.
CLARA
Bætið við lykt af kanil, appelsínum og greni og skapið notalega og ríka upplifun jóla á heimilinu.
ANNA
Ilmur jólanna.Kransinn með kanilstöngum og appelsínusneiðum ber með sér bæði útlit og ilm jólanna.
Hvernig.Skreyttu hörkrans með þurrkuðum appelsínusneiðum, kanilstöngum og jute snæri. Appelsínusneiðarnar eru festar með límbyssu.
Væri jólakrans ekki yndisleg og tilvalin gjöf fyrir gestgjafa, kæra Anna?
CLARA
Skapandi og persónuleg gjöf færir alltaf sanna gleði, Clara mín elskuleg.
ANNA
Fallegar andstæðurKransinn er þrunginn náttúrulegri fegurð.
HortensíaNældu þér í blómstrandi hortensíur og þurrkaðu. Þær líta sérlega vel út sem hluti af jólakransi.