Nýjungar fyrir gómsæta kökudrauma

Uppgötvaðu nýjungar systranna fyrir ljúfa kökudrauma. Kannaðu hina nýju vörulínu fyrir baksturinn og sæktu innblástur fyrir litrík og skapandi kökuævintýr í eldhúsinu þar sem allir geta tekið þátt. "Finndu þinn innri bakarameistara og njóttu hinnar sönnu bökunargleði," leggur Anna til.

Kannaðu allar nýjungarnar fyrir bakstur
Ef kakan er sæt og mjúk við tönn er ástin bæði heit og sönn
eins og Anna og Clara segja

Eldhúsið er hjarta heimilisins þar sem við dveljum og njótum hversdagslífsins. Vissir þú að þú getur ávallt gengið að eldhúsvörum vísum í Søstrene Grene?

Kannaðu málið

Uppskrift
Fínleg smáatriði

Uppskrift - Fínleg smáatriði

Láttu hversdagskökuna ná nýjum hæðum með ráðum Önnu um hvernig maður skreytir með tvílitu smjörkremi og sykurmassafígúrum. "Þú þarft ekki að vera þrautþjálfaður bakarameistari til að það lukkist," segir Anna.

Uppskrift
Skapandi kökuiðja

Uppskrift - Skapandi kökuiðja

Jafnvel hin smæstu og einföldustu hráefni geta gert gæfumuninn þegar þeim er blandað saman. Að þessu komst Anna þegar hún skreytti einfalda köku fyrir sunnudagsheimsókn.

Með réttu áhöldunum fæst glæst yfirbragð á jafnt hversdagsbaksturinn sem metnaðarfyllri bökunarverk
eins og Anna og Clara segja

Skapandi kökuverk
Ómissandi upphafspunktur

Anna getur fylgst nákvæmlega með umfangi sykurmassans meðan hún fletur hann út á sílicon mottunni og þarf ekki að hafa áhyggjur af að hann festist við. Sveigjanleiki og mýkt mottunnar gerir það líka umtalsvert auðveldara að meðhöndla sykurmassann þegar kakan er hjúpuð með honum.

Aftur á toppinn