Með því að kaupa þessar vörur styður þú við mikilvægan málstað. Søstrene Grene lætur hluta kaupverðsins renna sem framlag til Plan International sem vinnur að því að tryggja jafnan rétt bágstaddra og jaðarsettra barna og ungmenna í Austur-Afríku. Með kaupum þínum leggur þú af mörkum til að aðstoða stúlkur og ungar konur úr fátækt.
Tölur frá Alþjóðabankanum sýna að fyrir hvert ár sem stúlka gengur í skóla aukast tekjur hennar um 12%, en 33% af fátækustu stúlkum veraldar hafa ekki tækifæri til menntunar.
Þegar þú kaupir PLAN vörur í Søstrene Grene, leggur þú af mörkum hluta kaupverðsins til mikilvægs starfs PLAN International til að veita fleiri börnum og ungu fólki tækifæri til menntunar.
Þetta var mögulegt vegna þess hve mörg ykkar keyptuð einhverja af þeim vörum sem seldar voru í samstarfi við Plan International.
Við munum reglulega halda áfram að bjóða upp á nýjar vörur með Plan International þar sem hluti kaupverðsins rennur til hins mikilvæga starfs Plan International.
Það gerum við vegna þess að við trúum því að saman getum við haft áhrif og lagt okkar af mörkum til að skapa veröld þar sem allir eru jafnir, jafnt drengir sem stúlkur.
Í sumum af berskjölduðustu og jaðarsettustu svæðum heimsins vinnur Plan International að langtíma verkefnum þar sem leitast er við að tryggja réttindi barna og ungmenna ásamt tækifærum fyrir alla, burtséð frá kyni.
Plan International leggur sérstaka áherslu á að hjálpa stúlkum og ungum konum sem eru fórnarlömb ójafnréttis og útskúfunar. Í samstarfinu við Søstrene Grene er lögð sérstök áherslu á að hjálpa stúlkum og ungum konum út úr fátækt.
Markmiðið er að fleiri stúlkur og ungar konur í Austur-Afríku geti öðlast menntun og þar með tækifæri til að skapa sér og fjölskyldum sínum betra og öruggara líf.
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.