"Jólin eru ekki jól nema það sé fagurlega skreytt jólatré," segja systurnar. Jólin eru eftirlætis hátíð Önnu og Clöru og þær eru sérlega hrifnar af þeirri hefð að skreyta jólatréð við undirleik dásamlegrar jólatónlistar. Systrunum finnst gott að taka fram jólaskrautið og hefja skreytingu jólatrésins í fyrri hluta desember svo þær geti notið þess að lita glitrandi tréð í sem flesta daga. Vilt þú dálítinn innblástur fyrir jólatré þessa árs eða skapandi hugmyndir að heimagerðu jólaskrauti? Systurnar kynna fjölda dásamlega töfrandi hugmynda fyrir jólatré ársins.
Það eru engar strangar reglur um hvernig á að skreyta jólatré. Með felti, perlum og útsaumsgarni er leikur einn að búa til töfrandi og áferðarfagurt jólaskraut í þínum eftirlætis litum.
Clara hengir á jólatréð nokkra ómótstæðilega og sérlega mjúka fugla sem Anna bjó til fyrir nokkrum árum. "Heimagert skraut á jólatré ber með sér alveg sérstakan galdur," segir hún.
Áttu pappakassa sem þú ætlar hvort sem er að henda? Anna stingur upp á að umbreyta pappanum í nútímalegt jólaskraut og nýta til þess garn, málningu og perlur.
Fyrir síðustu jól bjó Anna til þetta heillandi jólaskraut úr polymer leir. "Þessar yndislegu fígúrur má líka nota til að skreyta með jólagjafirnar," segir hún.
"Jólatrommur sóma sér vel á hvaða jólatré sem er," segir Clara. Anna hefur heklað þessar aðdáunarverðu trommur úr rauðu og ljósbláu garni, en þú getur valið nákvæmlega þá liti sem þér líka.
"Jólastjarnan tilheyrir ekki aðeins toppi jólatrésins," segir Anna og brosir. Hún var að hekla þessar krúttlegu litlu stjörnur til að hengja ýmist á jólatréð eða nokkrar greinar í blómavasa.
Til að geyma eftirlætis vörur þarf maður að vera skráður inn.