Nýjungar fyrir svefnherbergið Sefandi litbrigði og náttúrulegur efniviður

Flestir dagar eiga sér bæði upphaf og endi í svefnherberginu, sem er ástæða þess að það rými hefur úrslitaáhrif á yfirbragð dagsins. Láttu nýjungar Önnu og Clöru veita þér innblástur fyrir dásamlegt svefnherbergi.

Mjúkt og fagurt
Undursamlegur velúr

Clara nýtur huggulegra augnablika í rúminu, við skriftir á morgnana eða lestur á kvöldin. Þess vegna hefur hún umbreytt rúminu sínu í vin mjúkra hluta svo sem rúmteppi systranna og OEKO-TEX vottaðra púða. Systurnar benda vinsamlega á að rúmteppið verður fáanlegt síðar.

Sefandi litatónar
Fagurfræði frá gólfi til lofts

"Ljáðu gólfinu þínu persónuleika með þessari fínu og náttúrulegu mottu," segir Anna. "Þú getur líka hengt mottuna upp sem veggteppi ef sá gállinn er á þér," útskýrir Anna.

Søstrene Grene - Find inspiration, nearest stores and much more | Søstrene Grene

Sefandi vin
Mjúkt umhverfi

"Skapaðu persónulegt útlit með því að blanda saman mismundandi vefnaðarvöru," leggur Anna til. Blandaðu saman einlitum velúrpúðum og mynstruðum rúmteppum og láttu útkomuna lyfta þér upp. Rúmteppið verður fáanlegt síðar í nokkrum útgáfum.

Plöntulíf
Sofðu í grænu umhverfi

Ástríða Önnu fyrir náttúrinni er líka vel merkjanleg í svefnherberginu. "Að ljúka upp augum í guðsgrænu og lifandi umhverfi færir mikla sálarró," segir hún. Blómapottur systranna gefur gluggasillu skemmtilegan svip og sómir sér líka vel á blómastandi í horninu.

Lífræn bómull
Sjálfbær og sígildur

Hinn góðkunni haldapoki systranna með merki þeirra fæst nú í breiðari og rýmri útgáfu sem auk þess er GOTS vottuð. Þetta inniber að pokinn er gerður úr vottuðum lífænum bómull. Pokinn fæst einnig í tveimur doppuðum útgáfum.

Réttu fylgihlutirnir undirstrika persónulegan styrk og fegurð notandans
segir Anna

Persónuleg smáatriði Dásamlegir fylgihlutir

"Oft er það hið smæsta smáatriði sem gerir gæfumuninn," segir Anna. Þess vegna bjóða systurnar ávallt yndislegt úrval af fylgihlutum fyrir fullorðna og börn.

Frá

Liquid error: product form must be given a product
{"error":"json not allowed for this object"}

Frá

Liquid error: product form must be given a product
{"error":"json not allowed for this object"}

Frá

Liquid error: product form must be given a product
{"error":"json not allowed for this object"}

Frá

Liquid error: product form must be given a product
{"error":"json not allowed for this object"}

Náttúrulegt og praktískt Ofin fegurð

Í Søstrene Grene muntu ávallt geta gengið að körfum vísum til að geyma í stóra sem smáa hluti. Heimsæktu næstu verslun eða skoðaðu úrval af körfum systranna hér fyrir neðan.

Søstrene Grene - Find inspiration, nearest stores and much more | Søstrene Grene

Aftur á toppinn