LÁTUM SKÖPUNARGLEÐINA BLÓMSTRA MEÐ DIY VERKEFNUM ÖNNU OG CLÖRU
Kynleg kvikindi úr pappa og garni
Með pappa, garni og málningu má skapa skemmtilega skreyttar skepnur af ýmsu tagi. Fyrir þetta tiltekna verkefni er tilvalið að kanna skúffur og skúmaskot heimilisins og athuga hvort einhvers staðar leynist áhugaverðir smáhlutir sem hægt er að nýta til skreytingar.
Svona útbýrðu skemmtilegan veiðileik fyrir börn
Sökktu þér í föndurverkefni með börnunum þar sem þið skapið saman veiðitjörn með allskyns skrautlegum sjávardýrum. Að lita fiska er huggulegt verkefni sem hentar fólki á öllum aldri og þegar því er lokið geta börnin nýtt afraksturinn í leik.
Byggðu pödduhótel fyrir garðinn eða svalirnar
Anna og Clara bera virðingu fyrir margbreytileika náttúrunnar og vilja að fari vel um allar lifandi verur. Af þeirri ástæðu gerði Anna sér lítið fyrir og byggði glæsilegan dvalarstað fyrir skordýrin í garðinum.
Kveðjum veturinn með útklipptum frostrósum
Anna hefur ávallt notið þess að klippa út og vorið ætíð veitt henni innblástur fyrir allskyns föndur og listsköpun. „Frostrósagerð er dáleiðandi iðja,“ segir Anna.
Útbúðu hátíðlega og gómsæta fyllta konfektmola fyrir páskana
Með súkkulaðimótum Önnu og Clöru geturðu útbúið gómsæta og fallega súkkulaðimola handa gestunum.
Skreytið egg með fínlegum fjöðrum
Að skreyta heimilið með hátíðlegum páskaeggjum er ómissandi hluti af páskunum. Þegar páskaskreytingar eru annars vegar hneigist Anna að heimaföndruðu gerðinni.
Skapaðu veggjaprýði með þurrkuðum blómum
Það getur krafist þolinmæði og slípaðra fínhreyfinga að mála blóm, svo mikið veit Anna. Með þurrkuðum blómum og örfáum verkfærum má á einfaldan hátt skapa töfrandi veggskreytingu til að prýða myndavegginn.
Svona býrðu til þínar eigin hárteygjur
Með bútasaumsefni systranna eða efnisafgöngum sem þú geymdir frá fyrri verkefnum getur þú búið til snotrar hárteygjur. Klipptu 50 cm efnisbút í 10 cm hluta og hafðu til 20 cm teygjuband.
Persónuleg og praktísk hannyrðataska
Anna tekur hannyrðaverkefnin sín með í öll ferðalög þeirra systra svo hún geti fengið útrás fyrir sköpunargleðina hvar sem hún er stödd. Taskan auðveldar henni að ferja allt hafurtaskið staðanna á milli.
Heimalagaðir ísómalt sleikipinnar með ætum blómum
Notaðu ísómalt til að búa til gullfallegar sleikipinna sem má nota til að skreyta kökur og bollakökur. Það er einstaklega skemmtilegt að steypa inn í þá ætileg blóm og kökuskraut.
Svona býrðu til óróa með garnfuglum
Umbreyttu garni í krúttlega fugla og láttu þá prýða stofuna eða barnaherbergið.
Sérmerktar leiktöskur fyrir fjölskyldufríið
Þegar Anna og Clara ferðast með litla frænda sínum gæta þær þess ávallt að hafa afþreyingu við hans hæfi meðferðis.
Útbúðu dagbók og fylltu hana af eftirminnilegum augnablikum
Útbúðu dagbók og fylltu hana af eftirminnilegum augnablikum, minjagripum, teikningum, hugleiðingum og eftirlætis uppskriftunum þínum.
Svona býrðu til litríka og endingargóða blómaskreytingu
Anna hefur útbúið blómstrandi borðskreytingu úr trjágreinum og pappírsblómum. „Látum fínlega skreyttar birkigreinarnar glæða umhverfi okkar hlýjum og björtum litum á meðan við bíðum þess að blómin fari að vaxa á ný,“ stingur Anna upp á.
Svona býrð þú til fallegar skálar úr lími og pappír
Uppgötvaðu hvernig þú getur skapað einstakar og persónulegar skálar með því að sameina pappír og límblöndu Önnu og Clöru.
Svona býrðu til upphengjanlega veifu með lími og garni
Úr aðeins tveimur efnum getur þú búið til stafi og fígúrur sem njóta sín vel á veifu. „Ó, hve dásamlegt það er að hægt sé að umbreyta garni og lími í einstakt sköpunarverk,“ segir Anna.
SØSTRENE GRENE
/ LÁTUM SKÖPUNARGLEÐINA BLÓMSTRA MEÐ DIY VERKEFNUM ÖNNU OG CLÖRU